Þrenndartaugarverkur (trigeminal neuralgia)

Ath. að færslur um þrenndartaugaverk hefjast hér:
http://www.harpahreins.com/blogg/2015/09/13/threnndartaugabolga-eda-vangahvot/

Efst í hverri færslu um þennan kvilla er krækt í allar færslurnar um hann í tímaröð. Ég biðst afsökunar á að hafa kallað þetta -bólgu þegar rétt heiti er þrenndartaugarverkur eða þrenndartaugarkvilli (en það er erfitt að leiðrétta fyrirsagnir í bloggfærslum vegna þess að Google er búinn að skrá þær hjá sér – leiðrétting getur valdið því að leitarvélin finni ekki færsluna.)

Sjúkdómurinn heitir trigeminal neuralgia á ensku, oft stytt í TN. Ódæmigerður þrenndartaugarverkur er skammstafaður ATN. Íslenskir læknar kalla sjúkdóminn stundum vangahvot, sem er afar misheppnað íðorð og ég mæli með að ekki sé notað.

Til er íslenskur Facebook hópur fyrir þá sem þjást af þessum kvilla. Ef einhver lesandi telur sig vera með þrenndartaugarverk og vill komast í þennan hóp er best að hafa annað hvort samband við mig (á Facebook eða netfangið harpahreins59@gmail.com) eða Guðlaugu Grétarsdóttur, stofnanda Fb. hópsins, (á Facebook eða á netfangið gudlaug.gretars@gmail.com).

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Post Navigation